Glervörn

Glervörn

Sýruhreinsun, mössun og varnarhúðun með glervarnarefni

Hvað er glervörn Gler- og flísavörn ?
 
Glervörn er varnarhúð sem sett er á gler og flísar til varnar tæringu og
óhreinindum, einnig til að lækka þrif- og viðhaldskostnað.
 
Tæring á sér stað hvar sem er, járn ryðgar ef það er ekki varið, það sama á við
óvarið gler, utanaðkomandi efni svo sem salt, steinefni (brennisteinn, kísill ofl.) og
önnur óhreinindi gera gler og flísar mattar og brenndar með tímanum og þar af
leiðandi tapar upphaflegum eiginleikum sínum.
 
Betri þrif glervarnarmeðferð gerir það að verkum að gler og flísar sem eru
orðnar mattar eða eru með dropaförum fá upphaflegan eiginleika og tærleika
sinn og heldur honum eftir meðferð, með meðferðini er hægt að komast hjá
kostnaðarsömum endurnýjunum.
 
Betri Þrif glervörn hrindir frá sér vatni, þar af leiðandi eykur það útsýni og
stuðlar einnig að auknu öryggi í bílum, skipum, flugturnum og öðrum stöðum
þar sem útsýni þarf að vera sem best.
 
Betri Þrif glervörn gerir það að verkum að gler og flísar helst lengur hreinna.
 
CleBetri Þrif glervörn getur endst í allt að 10 ár fer eftir aðstæðum og við tíðni viðhalds.
Endingartími Betri Þrif glervörn er mun lengri en til að mynda Rain-X þar sem efnasambönd Betri Þrif glervörn er mun þéttari og gerir efnið slitsterkar og endingabetra fyrir vikið.
 
Betri Þrif glervörninni er viðhaldið með reglulegum þrifum.
 
ClBetri Þrif vörn hefur verið notað á gler að utan sem innan, sandblásið gler,
bílrúður, sturtuklefa, flísar, postulín og spegla með góðum árangi hér á Íslandi
undanfarinn 25 ár.
 
Yfirborð með Betri þrif glervörn er auðveldara að þrífa,
Betri Þrif glervörn minnkar viðnám flatarins, sem gerir það að verkum að kám og óhreinindi sest
síður á glerið, það sem situr eftir fer auðveldlega af með þvotti og skolun sem
sparar tíma og fé.
 
Betri Þrif glervörn lækkar viðhaldskostnað til framtíðar og kemur í veg fyrir
slæmt útlit, ClearShield eikur gæði glersins.
 
Betri Þrif glervörn hefur verið notað með góðum árangri í; fyrirtækum,
stofnanunum, verslunum, hótelum, heimilum, flugstöðvum, flugturnum,
gróðurhúsum, á sólarrafhlöður, listaverk, bifreiðar, skip, vinnuvélar, stjórnhús
byggingarkrana, og orkuver svo eithvað má nefna.

Um Betri Þrif

Betri Þrif er fjölskyldufyrirtæki með metnað, eigendur og starfsfólk hafa frá upphafi lagt mikin metnað í vandaða vinnu og góða þjónustu, fylgst er vel með öllum nýjungum í hreingerningum og efnum til að tryggja viðskiptavinum Betri Þrif.

Laus störf / Available jobs