Sótthreinsun og varnir

Sótthreinsun og -varnir

Betri Þrif hefur sérhæft sig undanfarin áratug í sótthreinsunum

Sótthreinsun er vandasamt verk og ber að fara með ítrustu varkárni til að ná árangri að drepa sýkla og bakteríu.
Á svæðum þar sem sýking hefur átt sér stað skal sótthreinsun ávalt vera framkvæmd af fagaðila til að koma í veg fyrir smit gagnvart umhverfi og þeim sem vinna verkið. 

Við notumst við viðurkennd sótthreinsiefni í samráði við sóttvarnarsvið Embætti landlæknis.
Sótthreinsiefnin og tækin skila framúrskarandi sótthreinsun á hörðum yfirborðum, þ.e.
minnkun sjúkdómsvaldandi örvera > 6 log (99,9999%). 
Sem dæmi um örverur sem efnin og tækjabúnaðurinn vinnur
á má nefna Clostridium difficile (C. diff.), MÓSA bakteríur (MRSA) og nóróveirur.
Allt eru þetta hættulegar sjúkdómsvaldandi örverur sem eru m.a. algengar á heilbrigðisstofnunum.
Vörurnar innihalda hvorki mengandi efni né ofnæmisvalda og eru því öruggar fyrir bæði fólk og umhverfi.
 
Betri þrif bjóða einnig upp á fyrirbyggjandi sóttvarnarþrif sem er unnið af okkar starfsfólki og í samvinnu við viðskiptavini
þar setjum við setjum upp sóttþrifaáætlun sem unnið er eftir og kvittað fyrir.
 
Betri Þrif er með vel þjálfað og menntað fagfólk í sótthreinsunum og sóttvörnum.
 
Ef komið hefur upp smit sem þarf að sinna strax
þá hafið samband við bakvaktina okkar í síma 855 7030

Um Betri Þrif

Betri Þrif er fjölskyldufyrirtæki með metnað, eigendur og starfsfólk hafa frá upphafi lagt mikin metnað í vandaða vinnu og góða þjónustu, fylgst er vel með öllum nýjungum í hreingerningum og efnum til að tryggja viðskiptavinum Betri Þrif.

Laus störf / Available jobs